144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

mat á umhverfisáhrifum.

53. mál
[14:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er lagt til að framkvæmdir sem hingað til hafa ekki fallið undir gildissvið laganna geri það nú og fari í svokallaðan C-flokk.

Staðreyndin er hins vegar sú að fæstar þessara framkvæmda munu þurfa að fara í umhverfismat, langfæstar. Þess vegna leggjum við til að sveitarfélögin fari sjálf með það verkefni að sjá um umhverfismat á þessum tilteknu verkefnum, sem þó gætu fallið undir það að þurfa að fara í umhverfismat. Það er skilvirkara, það gerir hið flókna regluverk hagkvæmara og mun stuðla að betri framgangi náttúruverndarmála á Íslandi.