144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:18]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um frumvarp varðandi breytingar á framhaldsskólalögum. 1. gr. fjallar um að náms- og starfsráðgjafar fái rétt til launaðs námsorlofs til jafns við stjórnendur. Það er í samræmi við kjarasamninga þannig að ég styð það en óska eftir því að fá tækifæri til þess að fjalla um hinar greinarnar sérstaklega í atkvæðaskýringum.