144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:20]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um starfstíma framhaldsskóla, ákvæði sem nú er í framhaldsskólalögum. Tillagan snýst um að færa ákvæðið yfir í reglugerðarheimild. Ég tel það vera afar óæskilegt á sama tíma og Alþingi hefur enga aðkomu að slíkum reglugerðarheimildum eða samþykktum, eðlilegra sé að þetta verði áfram í lögum og fái þá umsögn í viðkomandi nefndum um hvernig eigi að breyta lögunum. Ég leggst gegn þessu ákvæði með tilliti til þess að það sé meira réttlæti að Alþingi og þeir umsagnaraðilar sem koma fyrir nefndir hafi áhrif en að færa þetta allt inn í ráðuneytið.