144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

framhaldsskólar.

214. mál
[14:25]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er ágætt að rifja það upp að hér rétt áðan samþykkti stjórnarmeirihlutinn virðisaukaskatt á bækur, líka skólabækur, útgáfu á þeim. Það þyngir enn námskostnaðinn og gerir skólabókaáutgáfu erfiða eins og aðra bókaútgáfu.

Nú þegar betur árar hefur þessi ríkisstjórn ákveðið að gera ekki vel við framhaldsskólana. Hún ætlar að láta einstaka nemendur bera tiltekinn kostnað á innleiðingu eða þróun rafræns námsefnis. Ég get ekki sætt mig við það. Ég tel að við hljótum að eiga að stefna í átt að gjaldleysi frekar en gjaldtöku eins og hér er verið að gera.

Mér finnst ekki eðlilegt að einhverjir örfáir beri kostnað af tilraunastarfsemi. Það á ráðuneytið að taka að sér og sjá til þess að skólar sem vilja taka þátt í slíku geti gert það án þess að nemendur þurfi að borga fyrir það. Hvað ef nemandi borgar sig ekki inn í tiltekinn áfanga? Fær hann ekki þá að vera með? Við vitum að nemendur velja stundum að kaupa sér ekki námsbækur og komast upp með það. Hvernig verður því háttað í rafrænu kerfi? (Forseti hringir.) Það hefur ekki legið fyrir.