144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég get ekki neitað mér um að spyrja hv. þm. Pál Jóhann Pálsson: Ef sett eru tímamörk, sólarlags- eða endurskoðunarákvæði — það þarf líklega að kalla það sólarlagsákvæði vegna þess að mér skilst að búið sé að finna það út að ef um er að ræða endurskoðunarákvæði þá gilda lögin en ef beinlínis er sólarlagsákvæði á þeim þá falla þau úr gildi. Er þá ekki bara hægt að framlengja lögin eins og þau eru?

Það er ljóst að lög eru í gildi, það er sólarlagsákvæði á þeim. Það var kannski ekki til þess að þau hættu að vera til, heldur til þess að þau yrðu endurskoðuð og sett yrði mark á það. Það þykir frekar gott í ríkisfjármálum og fjármálagerð að setja sólarlagsákvæði á ákveðin atriði einmitt til að skoða þau. Þá hlýtur það að vera þannig að ef í þetta fór milljarður og nú eiga að fara í þetta 500 milljónir þá er það helmingsskerðing. Það er alveg ljóst nema ef stjórnarmeirihlutinn hefði ekki vilja gera neitt, þá hefði það væntanlega verið borið fram af stjórnarandstöðunni, eins og nú er gert, að halda þessu óskertu.

Og hvað þá? Þá hefði stjórnarmeirihlutinn fellt það en ekki skert vegna þess að um sólarlagsákvæði hefði verið að ræða. Við verðum að tala eins og hlutirnir eru en ekki alltaf í einhverjum búningi.