144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég nenni nú ekki að fara út í orðaskak af þessu tagi. Það eina sem ég er að segja er að ef einhver samningur var upp á milljarð og nú á að gera hann upp á hálfan milljarð þá er hann hálfum milljarði lægri en hann var. Ég tel að það sé alveg augljóst. Þingmaðurinn getur kallað það að skerða eða hækka eða hvað hann vill. En það er alveg klárt, samningurinn er hálfum milljarði lægri en hann var.