144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:51]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, já, við getum endalaust tekist á um það hvort um sé að ræða skerðingu eða hvort verið sé að koma í veg fyrir hækkun. Staðreyndin er sú að ef við gerum ekki neitt þá skerðast greiðslur til öryrkja um 500 milljónir og til lífeyrisþega, en við erum að bregðast við þannig að þær greiðslur skerðist ekki. En svo getur alveg komið önnur tillaga um að þær hækki um 500 milljónir.