144. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[15:59]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú einu sinni svo að þessi ríkisstjórn er búin að gera ansi margt fyrir aldraða og öryrkja, búin að leiðrétta þær skerðingar sem gerðar voru 2009. En þessi ríkisstjórn er ekkert hætt, þetta er eitt þrepið. Nú erum við að koma í veg fyrir að greiðslur til öryrkja skerðist um 500 milljónir í þessu þrepi tímabundið. Við trúum því að ný lög um almannatryggingar séu að verða til þar sem tekið verði á þessu máli, þannig að við getum slegið um okkur og lofað einhverju fleiru.

Varðandi fjárlögin hefur mér nú sýnst að eftir 1. umr., og ég tala nú ekki um eftir 2. umr., fjárlaga sé ansi strembið að hreyfa mikið við þeim. Við eigum bara að taka höndum saman og halda áfram að bæta hag öryrkja og eldri borgara og lífeyrisþega. Mér heyrist allir vera sammála um það hér í þessum sal.