144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[11:33]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í þessum fjáraukalögum á að mæta ófyrirséðum útgjöldum. Það voru ófyrirséð útgjöld í heilbrigðiskerfinu á þessu ári sem hefur ekki verið komið til móts við, eins og kostnaður við dómsmál á Austfjörðum vegna heilbrigðisstofnunar á Austurlandi, og mjög dýr lyf sem var úthlutað á Landspítalanum. Það eru ýmsir þættir sem var ekki komið til móts við. Það var mjög mikið svigrúm til þess að koma til móts við þá af því að við erum í miklum plús á þessum fjárlögum vegna meðal annars ófyrirséðra afleiðinga sem hefði þá verið hægt að nota í ófyrirséð gjöld í heilbrigðiskerfinu. Það hefur ekki verið gert að fullu.