144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

fjáraukalög 2014.

367. mál
[11:34]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Loksins ljúkum við þessu fjáraukalagamáli sem er búið að vera lengi til umfjöllunar. Það sem við höfum gagnrýnt helst í málinu eru fyrst og fremst færslur vegna Seðlabankans og það hvernig verið er að breyta afkomu ríkissjóðs með þessari tilfærslu. Þetta, eins og við höfum gjarnan kallað seðlabankabix, hugnast okkur ekki. Svo er afkomubatinn auðvitað fyrst og fremst í því fólginn en ekki því að ríkissjóður sem slíkur sé að skila svo miklum hagnaði. Við gagnrýnum þetta og gagnrýnum líka vinnulagið sem viðhaft hefur verið í þessu, að frumvarpið var ekki komið fram um Seðlabankann þegar við vorum farin að, eða meiri hlutinn, samþykkja frumvarp til fjáraukalaga í 1. og 2. umr. Við greiðum ýmist atkvæði með eða sitjum hjá við þetta frumvarp. Það kemur hér í ljós bara á eftir hvernig það verður (Forseti hringir.) en fyrst og fremst erum við ekki ánægð með að afkomubatinn skuli þá ekki vera betri á forsendum ríkisins.