144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

tekjustofnar sveitarfélaga.

366. mál
[11:44]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Óskað hefur verið eftir því að málið fari til nefndar á milli 2. og 3. umr. Ég legg til að við samþykkjum 1. og 2. gr. en nefndin áskilur sér þó rétt til þess að fá umfjöllun um þau ákvæði í nefndinni og koma hugsanlega fram með breytingartillögu. Þá óska ég eftir því að breytingartillaga nefndarinnar verði kölluð til 3. umr. um að b-liður 2. gr. falli brott.