144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[23:59]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er alveg rétt, það er mjög gott, og það gerist mjög oft að þegar svona víðtækt hrun verður, eins og við fengum að upplifa, verða hlutirnir einhvern veginn skýrari og auðveldara að skilja hvað hefur verið í gangi og fólk er miklu fljótara að sjá í gegnum slíka hluti en áður.

Mig langaði á endanum að benda á varðandi Landspítalann að maður þarf ekki annað en að fylgjast með fréttum og lesa ýmsar greinar og bréf frá læknum. Þar eru margir þaulreyndir læknar að hverfa frá störfum og frá landinu og það er óbætanlegt. Það er til dæmis ómögulegt að fá nýja heimilislækna, þeir eru allir að fara á eftirlaun og eiginlega hafa ekki neinir nýir komið inn. Það er enginn bati. Eigum við þá að fara til lækna í Noregi eða hvað er málið?