144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:14]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér gefst alþingismönnum loksins tækifæri til að láta laxveiðar í landinu líka bera virðisaukaskatt eins og brýnustu nauðsynjar heimilanna. Ég treysti því að þeir þingmenn sem telja sig knúna til þess að greiða atkvæði með verulegum skattahækkunum á lífsnauðsynjar heimilanna í landinu treysti sér til þess að fella líka laxveiðarnar undir virðisaukaskattskerfið, ekki síst formenn stjórnarflokkanna hvor til sinnar handar sem hafa ágæta reynslu af þeirri iðkan.