144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er komið að tillögunni um sykurgjaldið. Viðbættur sykur í matvælum og neysla á honum er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálunum sem við er að glíma. Honum fylgir margháttaður kostnaður. Á þessu eru stjórnmálamenn um allan heim að reyna að taka. Er ekki bara eðlileg skynsemi að halda áfram þeim gjöldum sem við höfum nú á þessari vöru en nýta fjármunina þar sem þeirra sannarlega er þörf, í heilbrigðiskerfið þar sem nú er læknaverkfall í fyrsta sinn í sögunni og til uppbyggingar á spítala sem við þurfum að gera að því hátæknisjúkrahúsi sem þarf að vera hjartað í heilbrigðisþjónustu landsins?