144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég segi eins og síðasti hv. þingmaður, það hefði verið vit í mótvægisaðgerðum sem hefðu falist í því að fella niður tolla á matvöru. En það er stærra mál en svo að það verði afgreitt hér á milli umræðna. Það kallar á það að semja við bændur og tryggja þeim eftir sem áður þann stuðning sem þeir þyrftu. Þetta er skynsamleg ráðstöfun, við höfum farsælt og gott dæmi úr garðyrkjunni þar sem fallið var frá tollvernd á marga vöruflokka. Í staðinn var tekinn upp beinn stuðningur við bændur en innflutningsfrelsið aukið.

Þess vegna styðjum við í Samfylkingunni sjónarmiðið að baki tillögunni þó að við sitjum hjá við atkvæðagreiðsluna.