144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:27]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Í dag er ástæða til að fagna því að við einföldum skattkerfið og afnemum almennu vörugjöldin sem þýðir að vörugjöldin falla niður af til dæmis sláttuvélum sem stjórnað er af gangandi, stuðurum, gírkössum, driföxlum og stýrishjólum. 15% vörugjöld eru nú á handlaugum og salernum, 20% á heimilistækjum, byggingarefni ýmiss konar eins og gólfklæðningu, timbri, gifsi, hjólbörðum — og síðast en ekki síst piparkökum.

Til hamingju, allir.