144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:03]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið. Mig langar aðeins í seinna andsvari að spyrja hv. þingmann út í sykurskattinn. Mér finnst það svo ótrúleg ráðstöfun að ætla að afnema vörugjöld og þá 3 milljarða sem ríkissjóður fær, af því honum veitir ekkert af þessum tekjum. Það er tillaga okkar í minni hlutanum að setja þær tekjur í heilbrigðiskerfið, að það sé eðlilegt. Við vitum ekki einu sinni hvort þessi lækkun skilar sér út í verðlagið ef út í það er farið.

Er hv. formaður fjárlaganefndar sannfærð um að það sér rétt aðgerð að ríkið afsali sér þarna 3 milljörðum kr.? Er hún ekki sammála mér í því að það vantar mjög mikið peninga í geðheilbrigðisþjónustu, í heilbrigðiskerfið víða um land — við tölum mikið um Landspítalann, en það er víða fjárskortur — og að þarna er skattur sem er réttlætanlegt að innheimta? Ég veit ekkert hvort hann hefur einhver lýðheilsuáhrif, en það er réttlætanlegt að innheimta skatt af sykri.