144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:11]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt ég kæmist ekki að, það er ágætt að svo fór ekki. Mig langar að byrja á því að lýsa undrun minni á orðum er vörðuðu Háskólann á Akureyri. Mér hafði skilist að hv. þingmaður mundi staðfesta að ekki þyrfti að breyta skýringartextanum vegna þess að þetta færi til rannsóknarmissira. Það virðist ekki vera svo. Því miður tel ég að þetta sé ekki það sem við vorum að óska eftir að yrði gert og lýsi undrun minni á því.

Ég skil það þannig að hún telji (Forseti hringir.) að ekki þurfi breytingu á þessari lögskýringu og hún telji í lagi að hafa slík akademísk afskipti af (Forseti hringir.) Háskólanum á Akureyri sem felst í því að bera lögskýringartextann fram með þessum hætti.