144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nú held ég að hv. þingmaður þurfi að lesa nefndarálitið örlítið betur því að hvergi var talað um að verið væri að færa störf frá Suðurnesjum út á land, heldur er það þannig að þegar félag sem ekki er þess megnugt að borga út arð stendur frammi fyrir mjög miklum fjárfestingum, upp á 40 milljarða næstu sjö til tíu ár, þá er ljóst að það verður að breyta þeim áætlunum og draga úr framkvæmdum. Þegar dregið er úr framkvæmdum við Keflavíkurflugvöll koma um leið færri störf en áætlað var á það svæði. Og það er nákvæmlega það sem stjórnendur Isavia sögðu á fundi fjárlaganefndar. Suðurnesin eru svæði sem hafa orðið verst úti og það þekkjum við öll hér. Með þessari aðgerð er verið að fækka störfum sem voru áætluð á næstu árum. (Gripið fram í: Rangt.)(Gripið fram í: Heyr, heyr.)(Gripið fram í: Rangt.)(Gripið fram í: Heyr, heyr.)