144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:53]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Ég þakka andsvarið. Ég velti fyrir mér í ljósi þeirrar eindregnu löngunar til þess að afsala fyrirtæki, þótt opinbert sé, grunnsamgöngukerfi og öryggiskerfi þjóðarinnar — ef Isavia hefur haldið því fram að þetta mundi auka eigið fé félagsins um 7%, hvernig eru þá flugbrautir sem þessar verðmetnar? Hvaða verðmat lá til grundvallar því?

Í öðru lagi. Takist mönnum að búa til einhvers konar verðmat og afsala eignum, getum við þá gengið út frá því sem vísu að Isavia verði ekki selt? Er eitthvað sem kæmi í veg fyrir það að taka smá thatcherisma á þetta? Það eru nú ýmsir hrifnir af honum hér innan dyra.