144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. 6 gr., þetta er heimildargrein og hana má raungera í samráði við viðkomandi nefndir í þinginu. Það er svolítið veikt, það er aðeins í samráði, það er ekki með samþykki. Ég tel því að við þurfum að endurskoða þetta og fara vel yfir það.

Nú spurði ég fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins hvort til væri verðmat á brautunum og það er alla vega ekki til opinbert verðmat og þeir treystu sér ekki alveg til þess að fara með tölurnar á fundi fjárlaganefndar Við vitum að minnsta kosti að það er ekki komið á þann stað að búið sé að fara faglega í gegnum það verðmat. Og auðvitað er ekki búið að selja brautirnar þó að búið sé að eignfæra þær. En við þurfum að halda vöku okkar varðandi þetta og sjá til þess að umgjörðin sé þá þannig að ekki sé hætta á því að þetta mikilvæga opinbera hlutafélag verði selt með (Forseti hringir.) flugbrautunum frá ríkinu.