144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:55]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því kostulega samtali sem átti sér stað hér á milli flokkssystranna Sigríðar Ingibjargar og (SII: Fullt nafn.)hv. þm. Oddnýjar G. Harðardóttur. (Forseti hringir.)

(Forseti (ValG): Hv. þingmaður er beðinn að nefna þingmenn fullu nafni.)

— Og hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.

Nú er það þannig að ríkið er að afsala sér þessum flugbrautum til að minnka vaxtakostnað Isavia til að fjármagna uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Að stilla því þannig upp að um einhverja einkavæðingu sé að ræða, á sama tíma og hv. þm. Oddný G. Harðardóttir talaði fyrir því að ríkið væri gegn þessum framkvæmdum, er bara algjörlega kostulegt, virðulegi forseti.

Það að átta sig ekki á því að það þurfi að opna fleiri gáttir inn í landið og að það sé ekkert annað en sanngjarnt (Forseti hringir.) að hinn mikli arður af millilandaflugi verði nýttur í það finnst mér ansi (Forseti hringir.) skrýtið líka, virðulegi forseti.