144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:56]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst nákvæmlega ekkert að því að taka arð út úr fyrirtæki sem stendur þannig að mögulegt er að greiða út úr því arð. En þegar fyrirtæki stendur frammi fyrir stórkostlegum framkvæmdum upp á 40 milljarða á næstu sjö til tíu árum (Gripið fram í.)þá þarf að hægja á þeim, akkúrat. (Gripið fram í.) Það þarf að hægja á þeim ef fjármagnið er tekið út úr fyrirtækinu og það sögðu bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins okkur á fundi fjárlaganefndar. Þetta var bara skýrt og skorinort sagt.

Ef 700 millj. kr. eru teknar á árinu 2015 út úr félaginu þá þarf alla vega að breyta áætlunum, en það þarf þá að taka lán sem hefur í för með sér fjármagnskostnað sem aftur hefur áhrif á rekstur félagsins. Að tala í sama orði um uppbyggingu á flugvöllum úti á landi, fyrirgefðu, virðulegi forseti: Hvaða bull er þetta eiginlega?