144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:03]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið.

Mig langar að koma aðeins inn á stöðu framhaldsskóla á landsbyggðinni. Nú voru settir einhverjir fjármunir í að tryggja svokallað gólf milli 1. og 2. umr. en það dugði ekki til og við blasir, eins og í dreifnámi, að skera þurfi þar niður. Þeir skólar, til dæmis á Patreksfirði og fleiri stöðum, Tröllaskaga að mér skilst, geta ekki tekið á móti þeim nemendum sem sækja um. Þetta er auðvitað gífurlega alvarleg staða gagnvart byggðum sem hafa þó verið að styrkjast í kjölfar þess að slíkt nám er í boði og haldið fjölskyldum frekar áfram í heimabyggð en að flytja burt með börnum sínum þegar þau fara að sækja framhaldsnám. Var einhver vilji til þess að leggja meiri fjármuni í dreifnám á milli 2. og 3. umr. eða stendur það bara óbreytt?