144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:05]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni. Þetta leit mjög illa út þegar fjárlagafrumvarpið kom fyrst fram en sett var gólf undir fjóra, fimm skóla sem skiptir máli þó að eflaust sé ekki nóg að gert. Við erum sammála um að dreifnámið er í rauninni ótrúlega hagkvæm og góð leið, sparar fjölskyldum fjármuni og örugglega ríkinu líka til lengri tíma. Það er því ekki ásættanlegt að skera niður í því. Það sama á líka við með að 25 ára og eldri muni ekki eiga heimangengt í bóknám, það kemur líka mjög illa við skólana úti á landi. Þar eru úrræðin heldur ekki þau sömu að fara aðrar leiðir, kannski einhvers konar fjarnám, en það er þá eins gott að nettengingin sé í lagi á þeim stöðum. Eins og við þekkjum nú er það ekki alltaf þannig.

Ég er sammála hv. þingmanni hvað þetta varðar.