144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:15]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langaði bara til að koma í síðara andsvar og lýsa þeirri skoðun minni að það sé mikilvægt að löggjafinn, og við hér sem ætlum okkur að klára þessa fjárlagavinnu, lýsi því yfir á þann hátt sem meiri hluti fjárlaganefndar leggur upp með að við viljum að þessu sé sinnt og að við leggjum áherslu á að aukin áhersla sé lögð á þessi málefni. Ég tel það vera mikilvægt. Ég tel það vera rétt skref, sérstaklega í ljósi þess að við Íslendingar eigum að stíga stærri skref í þessum málefnum.