144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[16:16]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum algerlega sammála, ég og hv. þingmaður. Þessar 30 milljónir sem um ræðir komu fyrst inn í fjáraukalög 2013 ef ég man rétt, þá var ákveðin skýring með því framlagi. Það sem við erum að segja er að þessar 30 milljónir verði fastar í fjárlögum með sömu skýringum. Það kemur ekki í veg fyrir að skólinn setji fjármagn inn í norðurslóðanámið, bara svo að því sé haldið til haga.

Ég tek undir það að þetta er mikilvægt og við erum sammála í þessu máli.