144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:01]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Rétt til að ljúka þessu með Ríkisútvarpið, þá hefur Ríkisútvarpið vissulega verið í ákveðnum breytingum en ég tel þó og ég held að það hafi komið fram á þessum fundi að full ástæða er til þess að stjórnin sem heild skoði þau mál áfram. Ég gat ekki fundið annað en vilja hjá stjórninni til þess að skoða þau áfram á nýju ári eins og fullkomlega eðlilegt er.

Varðandi Háskólann á Akureyri þá styð ég allar þær breytingartillögur sem meiri hluti fjárlaganefndar hefur lagt fram og eru komnar inn í fjárlagafrumvarpið eins og formaður fjárlaganefndar hefur gert grein fyrir. Ég held að það sé alveg ljóst að við veitum mjög aukið fjármagn almennt til háskólanna í landinu, stóraukið fjármagn, og það er full ástæða til þess að fagna því. Varðandi einstaka skóla og skiptingu milli þeirra þá kunna að vera (Forseti hringir.) skiptar skoðanir um það hvernig því fjármagni er best skipt. En þetta (Forseti hringir.) er niðurstaðan úr breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar og rétt eins og með aðrar breytingartillögur sem ég stend að sem meirihlutamaður (Forseti hringir.) styð ég þær.