144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:05]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þeir eru oft góðir þessir fundir í fjárlaganefnd sem minni hlutinn biður um, það verður að segjast eins og er, (Gripið fram í.) líka með Bankasýslunni. En ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður sé ekki sammála því að stjórn RÚV hafi verið að skoða allar leiðir og nýjar leiðir. Það er ekki eins og hún hafi setið auðum höndum og það er búið að gera fjárhagslega úttekt á stofnuninni. Hv. þingmaður segir að auglýsingum fari fækkandi og menn geta líka haft það viðhorf að ríkisútvarp eigi ekki að vera með auglýsingar, en þarf þá ekki einmitt meira rekstrarfé inn í stofnunina? Mér finnst ekki standa steinn yfir steini í rökstuðningi meiri hlutans í þessu máli gagnvart RÚV, ég verð að segja eins og er.