144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[17:42]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi gjarnan vilja ræða þetta í rólegheitum án þess að manni séu eignaðar einhverjar annarlegar kenndir eða eitthvað svoleiðis. Ég nefndi það sem ég varð vitni að hér úr ræðustólnum alveg eins og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn gera mjög iðulega úr þessum ræðustóli ef þeir(Gripið fram í.) (Gripið fram í: Svaraðu spurningunni.) verða vitni að einhverju. (Forseti hringir.) Ég hef ekki —

(Forseti (SilG): Þingmaður hefur orðið. )

Þingmaður hefur akkúrat orðið. Ég vil nefna eitt, virðulegi forseti — og ég tek eftir því að hv. þingmaður hlær — að við stöndum saman vörð um Háskólann á Akureyri og ég kann því afar illa að mér sé brigslað eitthvað um það að ég vilji nýjum stjórnendum allt það versta, ég vilji grípa fram fyrir hendurnar á þeim eða þá að ég vilji fara að blanda mér í reksturinn.

Það sem ég vil, virðulegi forseti, ef hv. þingmaður vildi vera svo væn að hlusta á mig (Gripið fram í.) er að við eflum heimskautakennsluna. Ég styð hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur, ég styð meiri hluta nefndarinnar (Forseti hringir.) og ég vildi óska þess að hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir mundi gera slíkt hið sama.