144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[19:36]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, sannarlega er það svo. Það höfum við, ýmsir fulltrúar af landsbyggðinni, rætt hér og fulltrúar sem bera hag minni skólanna fyrir brjósti. Það er þess vegna sorglegt sem verið er að gera, t.d. gagnvart menntaskólanum í heimabæ okkar sem var stofnaður í tíð síðustu ríkisstjórnar á mestu fjárhagslegu erfiðleikaárum þessarar þjóðar. Þá tókst okkur að stofna Menntaskólann á Tröllaskaga. Hann hefur heldur betur sannað gildi sitt. Þar gerist það sem við vitum, að margir sem ekki hafa treyst sér til að fara burtu úr heimabæ sínum til náms verða auðvitað eldri, koma í skólann, eins og við sjáum, á glæsilegan hátt og stuðla þar að fjölgun nemenda og meiri drift í skólanum. Því er verið að breyta núna. Það er enn eitt fikt menntamálaráðuneytisins í skólamálum sem ég tel vera til tjóns. Við höfum heldur betur komið í andsvör hér, (Forseti hringir.) fulltrúar þeirra sem bera hag minni skóla fyrir brjósti, í þessari umræðu og varað við því sem er verið að gera. (Forseti hringir.) Þetta er ekkert annað en aðför að þessum skólum.