144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:23]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Það hefur komið fram í umræðum um fjárlögin að fjárhagsleg staða ríkisins hefur farið skánandi. Ríkisstjórnin hefur aukið kostnað hingað og þangað og afþakkar tekjur. Á sama tíma hefur komið í ljós að við Íslendingar veitum minna til þróunaraðstoðar en öll þau ríki sem við berum okkur saman við og það svo miklu munar. Að því er eiginlega skömm.

Þessi tillaga gerir ráð fyrir því að bæta í og laga, bæta aðeins fyrir þessa skömm. Það væri reisn að því að samþykkja tillöguna. Ég segi já.