144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:33]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög góð tillaga og ég vænti þess að sjá græna slikju færast yfir atkvæðaspjaldið eftir því sem ég held tölu minni áfram. Það getur vel verið að vörugjaldið sem lagt var á sem skattur á kíló af sykri sé ekkert rosalega skilvirkt, ég hef heyrt þá gagnrýni, en af hverju þá ekki að koma með nýja og betri og skilvirkari leið?(Gripið fram í.)

Það eru margar þjóðir og jafnvel ríki Bandaríkjanna sem leggja á einhvers konar skatta á óhollustu þannig að það eru til margar leiðir. Ég átta mig ekki alveg á andstöðu við það, er það vegna þess að þetta sé slæm leið, þ.e. óskilvirk, eða vilja menn bara alls ekki skattleggja óhollustu til að setja síðan þá peninga í heilbrigðiskerfið? Ég skil ekki alveg þá afstöðu. Ætlar enginn að breyta um skoðun, virðulegi forseti?