144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:36]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja sérstaka athygli á því að hér erum við að greiða atkvæði um að leggja 100 millj. kr. til heilbrigðisstofnana úti á landi. Hér er enn verið að bæta í til heilbrigðisstofnana sem hafa oft og tíðum, sérstaklega nú eftir endurreisnina, átt við mikinn fjárhagsvanda að stríða. Því ber sérstaklega að fagna að hér er sýndur skilningur á þeim rekstri sem þar er. Ég fagna því að hægt var að færa þessar 100 millj. kr. inn í heilbrigðisstofnanirnar.