144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Stærstu liðirnir hérna eru vextirnir, 80 milljarðar. Ég græt yfir þeim en við neyðumst til að greiða þá.

Síðan er það skuldaniðurfellingin. Hún byggir á lögum frá Alþingi sem ég virði. Þá er það undanþága frá Landsbankanum sem lækkar gjaldstofn bankaskattsins um 400 milljarða, mun líklega lækka tekjurnar af bankaskattinum um 1,5 milljarða. Það hefur ekki verið rætt í umræðunni.

En engu að síður horfum við fram á fjárlög með afgangi sem ég gleðst yfir. Það er mjög mikilvægt að hann haldi og að framkvæmdin verði í samræmi við fjárlög. Það hefur tekist hingað til og ég er mjög ánægður með það.