144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[21:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Þá er búið að afgreiða fjárlög með 3,6 milljarða kr. í plús. 3 milljarða vantar enn þá í heilbrigðiskerfið en ákveðið hefur verið að forgangsraða því fé ekki þangað. Nú stendur eftir eitt brýnt og áríðandi forgangsverkefni sem ætti að forgangsraða skattfé í. Það verður náttúrlega hægt að gera það með fjáraukalögum á næsta ári ef kjarasamningar nást, en það verður að ná samningum við lækna. Það er verkefni sem er brýnt og áríðandi núna og ábyrgðin liggur hjá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra.