144. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2014.

almannatryggingar o.fl.

459. mál
[22:16]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls og þó markmiðið sé göfugt þá tel ég ekki nógu langt gengið. Við píratar studdum tillögu minni hlutans um að framlengja bráðabirgðaákvæði. Þá hefði 500–600 millj. kr. meira verið varið í þetta annars jákvæða markmið. Við sitjum hjá að þessu sinni og vonum að varanleg lausn finnist á þessu máli.