144. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2014.

þingfrestun.

[22:35]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

„Handhafar valds forseta Íslands, samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, gjöra kunnugt:

Að vér, að tilskildu samþykki Alþingis, veitum forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 144. löggjafarþings, frá 16. desember 2014 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 20. janúar 2015.

Gjört í Reykjavík, 16. desember 2014.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Einar K. Guðfinnsson. Markús Sigurbjörnsson.

___________________________

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Bréf handhafa valds forseta Íslands um frestun á fundum Alþingis.“

 

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að fundum Alþingis, 144. löggjafarþings, er frestað.

Ég þakka hv. alþingismönnum og starfsmönnum þingsins fyrir samstarfið og óska þeim góðrar heimferðar og óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.