144. löggjafarþing — 53. fundur,  20. jan. 2015.

varamenn taka þingsæti.

[13:39]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Sigurður Örn Ágústsson hefur undirskrifað drengskaparheit að stjórnarskránni og er hann boðinn velkominn til starfa á Alþingi.

Borist hefur bréf frá 3. þm. Reykv. n., Katrínu Jakobsdóttur, um að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Björn Valur Gíslason. Björn Valur Gíslason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Þá vill forseti geta þess að Sigríður Á. Andersen situr áfram sem varamaður í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, 1. þm. Reykv. s., en hún sækir ekki þingfundi á næstunni.