144. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2015.

framhaldsskólar.

214. mál
[15:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Með gleði greiði ég atkvæði með frumvarpinu. Ég tel að sú breyting sem hér er farið inn á, að heimila rafræn námsgögn og greiðslu fyrir þau, geti, ef vel er á spilunum haldið, valdið verulega mikilli breytingu til framtíðar og gert að verkum að kennslan verði nútímavædd og í samræmi við það sem ungt fólk upplifir, að vera á netinu og geta verið að læra. Það er leikur að læra.