144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[10:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er með ólíkindum að við séum komin aftur á þennan stað. Ég óska eftir því, í ljósi þess sem hér er að gerast, að gert verði fundarhlé og þingflokksformenn komi saman til að ræða um þessa nýju stöðu. Það var alveg ljóst að ef málið mundi koma inn á þennan hátt aftur mundi allt þingið og samfélagið fara í uppnám. Nú erum við komin á þann stað. Hvernig ætlar forseti að taka á því máli? Ætlum við að vera hér í umræðum um fundarstjórn eða ætlum við að gera fundarhlé með þingflokksformönnum og forsætisnefnd og fara yfir þessi mál nú þegar?