144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[10:42]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti telur ekki ástæðu til að gera hlé á þessum þingfundi en telur hins vegar eðlilegt að verða við því að þessi mál verði rædd síðar þegar tækifæri er til og innan ekki langs tíma, bæði á vettvangi forsætisnefndar og þingflokksformanna. Hvorki þingflokksformenn né forsætisnefnd geta gripið fram fyrir hendurnar á nefndinni. Nefndin hefur eingöngu ákveðið það með meirihlutaákvörðun sinni að senda þessa breytingartillögu eða þessa hugmynd, hvernig sem það er nú orðað, til umsagnar en ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um það með hvaða hætti málið fái þinglega meðferð að öðru leyti. Auk þess verður að vekja athygli á því að þinginu er ætlað hlutverk til að gera breytingar við þingmál og það er skoðun þess þingforseta sem hér stendur að þingið hafi þar auðvitað mjög mikið svigrúm.