144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[10:59]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Þeir sem hæst hafa hér um svik á samkomulagi eru þeir sem byrjuðu á að brjóta það samkomulag sem samþykkt var samhljóða um lög um rammaáætlun með því að færa strax sex virkjunarkosti úr nýtingarflokki í biðflokk. Það var allt samkomulagið. Hér er lagt til og verið er að vísa hluta af þeim kostum sem voru færðir handvirkt úr nýtingarflokki í biðflokk til umsagnar. Málið er ekki flóknara en það. Það eru ekki átta kostir eins og haft var á orði fyrst, það eru fjórir kostir. Hv. þm. Kristján L. Möller talar um málamiðlun, hvað er það þá annað en málamiðlun? Það eru ekki átta kostir, það er búið að fækka þeim. Er það ekki málamiðlun?