144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

breytingartillaga atvinnuveganefndar við rammaáætlun.

[11:07]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Enn og aftur, þessi vinnubrögð eru algjörlega fyrir neðan allar hellur. Svo það sé algjörlega hreinu er það þannig að einn kostur af þeim sem ég heyri að hv. þingmaður ætli að fara senda inn í eitthvert umsagnarferli, eins og það sé hans að ákveða hvað sé virkjað og hvað verndað, er kostur sem hefur ekki verið fullræddur í verkefnisstjórninni, hjá fagfólkinu. Það gengur ekki að menn séu að fara í þessi hipsumhaps-hentivinnubrögð eina ferðina enn. Til hvers voru menn að samþykkja hér skapalón að vinnulagi ef þeir síðan ætla bara að brjóta það allt og bramla og gera hlutina nákvæmlega eins og þeir vilja? Hvers vegna?

Virðulegi forseti. Þetta gengur ekki svona. Svona göngum við ekki um náttúru Íslands og svona göngum við heldur ekki um hér á Alþingi. Það er fyrir neðan virðingu þingsins að haga sér með þessum hætti. Lagasetningu frá Alþingi setur niður. Þegar menn tala um að setja eitthvað niður þá setur hana niður með þessum vinnubrögðum vegna þess að (Forseti hringir.) það er svo stutt síðan við samþykktum lög sem menn eru nú að brjóta og fara með eins og salernispappír, má segja.