144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

ummæli þingmanna í fundarstjórnarumræðu.

[12:05]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það er auðvitað hárrétt sem fram kemur í máli hv. þm. Helga Hjörvars undir þessum lið, það er nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort þessar hugmyndir hv. þm. Jóns Gunnarssonar njóti stuðnings forustumanna ríkisstjórnarinnar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Bjarna Benediktssonar og hæstv. ráðherra, og hæstv. forsætisráðherra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og flugvallarvina. [Hlátur í þingsal.] Hann er nú staddur hér í þingsal. Það væri nauðsynlegt að hann kæmi hingað og útskýrði sjónarmið sitt í þessu máli, hvort sú lagatúlkun sem kynnt var á degi Jóns Gunnarssonar hér 23. nóvember sl. sé túlkun ríkisstjórnarinnar í þessu máli.