144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

ummæli þingmanna í fundarstjórnarumræðu.

[12:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Meiri hluta þingmanna hér á Alþingi hefur orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að skapa virðingu um störf þingsins og traust. Þetta er ekki til þess fallið, svo mikið er víst. Ég óska eftir því að nýskipaður umhverfisráðherra komi með einarða yfirlýsingu um hver afstaða hæstv. ráðherra sé varðandi þessi skemmdarverk, þennan stríðshanska inn í erfiða ákvörðun sem samhljóma var samþykkt á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Mér finnst ótækt að þingmenn geti komið hingað trekk í trekk og sett þingið í fullkomna gíslingu út af athyglissýki. Mér finnst það ótækt og það verður að taka á þessu nú þegar.