144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

ummæli þingmanna í fundarstjórnarumræðu.

[12:31]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að tala lengi, en ég tel þó að fyrir þann fund sem nú er að hefjast sé vert að rifja upp að hæstv. forseti þingsins, Einar Kristinn Guðfinnsson, sagði hér á dögunum að ríkisstjórnin ætti ekki að beita neinum bellibrögðum varðandi framlagningu mála hér á þingi. Ég vil, hæstv. forseti, að þeir sem sitja forsætisnefndarfund hér á eftir hafi þau orð hæstv. forseta í huga varðandi þetta mál.

Það á heldur ekki að vera þannig að formenn nefnda geti beitt slíkum bellibrögðum eins og hér er verið að gera og komið í veg fyrir að þingmenn geti stundað störf sín eins og meðal annars hefur verið rætt af hálfu pírata. Það á að setja mál á dagskrá, sérstaklega þegar um er að ræða svona stór mál. Auðvitað eiga öll mál að vera undir og á dagskrá.

Ég hvet til þess að þetta orð verði haft í huga þ.e. „bellibrögð“, sem höfð voru eftir forseta þingsins.