144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[14:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það voru mikil tíðindi, fannst mér, þau orð sem forseti fór með hér eftir þinghléið áðan. Tíðindin eru þau að búið er að segja sem svo að lögin sem voru samþykkt hér samhljóða, lögin um rammaáætlun, séu ekki í gildi. Þau skipta engu máli. Þó að hæstv. forseti hafi vitnaði í stjórnarskrá hefði hann getað sagt að samt sem áður mundi hann leggja til að það sem þingmenn hefðu verið sammála um að fara eftir ákveðnu ferli, að það verði þá látið gilda þó að þeir megi gera eitt og annað. Það er líka annað sem þarf að ræða, málflutningur formanns Sjálfstæðisflokksins. Það er þannig, virðulegi forseti, það er sama hvað hann stendur oft í pontu (Forseti hringir.) og segir að hér hafi verið farið á skjön við rammaáætlun þegar hún var afgreidd þá eru það ósannindi og þarf að fara yfir það með þeim sem unnu það mál. (Forseti hringir.) Það þarf að tína til hvaða greinar var verið að brjóta, (Forseti hringir.) formaður annars stjórnarflokksins stendur hér hvað eftir annað og heldur þeim ósannindum fram. Það verður að skera úr um þetta.