144. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2015.

úrskurður forseta.

[15:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég spyr mig hvort málsmeðferðin sem hér um ræðir sé þess virði að fara þessa vegferð. Það hefur oft verið talað um virðingu Alþingis og mér finnst með ólíkindum að menn ætli að bakka slíkt upp alveg fram í rauðan dauðann. Ég var ánægð að heyra orð hæstv. umhverfisráðherra áðan, en mér þætti samt betra að heyra að hæstv. umhverfisráðherra segði skýrt að hún stæði alfarið með þeirri lögformlegu leið að orkunýtingarkostir fari í gegnum verkefnisstjórn og við bíðum eftir tillögu þar að lútandi og hún styddi ekki þann óskapnað sem er að koma frá formanni hv. atvinnuveganefndar.

Hv. formaður atvinnuveganefndar getur ekki tekið sér stöðu ráðherra í þessu máli og ætlað að fara að setja á tvöfalt kerfi. Hann vill setja á tvöfalt kerfi í þessu máli. Það er ekki löglegt og við eigum (Forseti hringir.) að stoppa það strax og bjóða ekki, hvorki okkur sjálfum (Forseti hringir.) né þingheimi né landsmönnum (Forseti hringir.) upp á svona vinnubrögð, óvönduð vinnubrögð. Gæti (Forseti hringir.) ég sem (Forseti hringir.) þingmaður sett í umsagnarferli óvönduð vinnubrögð í þessu (Forseti hringir.) máli og óskað (Forseti hringir.) eftir því á morgun í atvinnuveganefnd? Það getur vel verið að ég geri það.