144. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2015.

lærdómur af lekamálinu.

[15:33]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég get ekki annað en ítrekað það sem fram kom hjá mér hér áðan. Í fyrsta lagi er það ekki rétt, sem hv. þingmaður segir, að það hafi verið haft eftir mér að þjóðin ætti að læra af þessu lekamáli svokallaða. Í öðru lagi ítreka ég það sem ég sagði áðan, og hv. þingmaður leiðrétti það ekki: Ég veit ekki til þess að hv. þm. Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi komið að því að leka upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu.